Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran

Kristín er sjálfstætt starfandi söngkona á Íslandi en á núverandi starfsári syngur hún hlutverk Cherubino í uppfærslu Kammeróperunnar af Brúðkaupi Fígarós sem frumflutt verður í Borgarleikhúsinu 2. febrúar. Í byrjun apríl kemur Kristín í fyrsta skipti fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hún er er ein fjögurra einsöngvara í Óperuveislu með Ólafi Kjartani þann 3. og 4. apríl. Á Myrkum músíkdögum í janúar frumflytur Kristín ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanista öróperuna Halfway Down eftir Elínu Gunnlaugsdóttur.

Kristín stundaði nám í klassískum söng við Tónlistarsháskólann í Vínarborg. Hún var sömuleiðis búsett í Mílanó 2015-2016 þar sem hún starfaði á nemendasamningi við La Scala óperuna. Helstu hlutverk Kristínar á óperusviðinu hafa verið Cherubino í Brúðkaupi Fígarós, Dorabella í Così fan tutte og Hans í Hans og Grétu og 2. dama í Töfraflautunni. Kristín hefur einnig verið virk í flutingi á ljóðatónlist, samtímatónlist og kirkjuverkum.

Kristín er ein stofnenda Kammeróperunnar sem hefur hlotið mikið lof og viðurkenningu síðustu ár fyrir aðgengilegar óperusýningar fyrir börn sem og fullorðna. Meira um Kammeróperuna hér.